Brettavinnslan

Í 10 ár  hefur Brettavinnslan boðið íslenskum fyrirtækjum upp á að endurnýta bretti sem til falla við innflutning. Starfsmenn Brettavinnslunnar sækja bretti hjá viðskiptavinum sínum og safna saman í verksmiðju sinni þar sem þau eru yfirfarin og flokkuð.

Brettavinnslan býður upp á úrval vörubretta

Brettavinnslan býður upp á úrval vörubretta fyrir ýmsan iðnað, sjávarútveg, matvælaframleiðslu og fleira. Heil bretti eru vandlega yfirfarin áður en viðskiptavinir fá þau afhent. Önnur bretti eru annað hvort söguð niður í efni til viðgerða á notuðum brettum eða til nýsmíði úr endurunnu efni. Þau bretti sem ekki er hægt að endurnýta eru kurluð á staðnum.

Minna kolefnisspor – Allra hagur

Það er hagur allra að velja notuð bretti frá okkur

Engin urðun

Ekki kemur til kostnaður vegna urðunar sem annars yrði ef brettin væru ekki nýtt.

Minna kolefnisspor

Innflutningur á efni í ný bretti er mun minni sem minnkar kolefnissporið.

Góð þjónusta

Við leggjum mikið upp úr því að bjóða góða þjónustu og vandaða vöru.

Við getum boðið uppá flestar stærðir vörubretta

Helstu stærðir eru:

  • 80 cm x 120 cm
  • 100 cm x 120cm

Við viljum heyra í þér

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á versla af okkur bretti máttu endilega hafa samband við okkur

brettavinnslan@brettavinnslan.is
Sími: 519 4880

Brettavinnslan ehf.
Skjólkletti 2, 816 Ölfus

Sendibíll.is er deild innan Brettavinnslunnar sem sér um flutning á brettum, vörudreifingu á höfuðborgarsvæðinu og annan akstur á Suðvestur horninu.